Vörumerki fyrir önnur vörumerki
Fang er nýtt vörumerki sem framleiðir hágæða gæludýrafóður sem er unnið úr íslenskum fisk. Fyrirtækið er svokallaður„white label” framleiðandi, sem þýðir að Fang er vörumerki sem framleiðir gæludýrafóður fyrir önnur vörumerki


mörkun
grafísk hönnun
vefhönnun
hugmyndavinna
framleiðsla
Skapa þurfti vörumerki sem er sniðið að afar sérhæfðum markaði fyrir afar sérhæfðan markhóp. Í vinnunni var leitast til þess að besta vörumerkið fyrir sýningar og fyrirtæki sem selja gæludýrafóður í eigin nafni. Í vinnunni var áhersla lögð á einfaldleika, traust og sjálfbærni.


Aðallitur Fang er fallegur dökkblár, sem vekur hughrif um traust og hafið. Græni liturinn nýtist vel sem orkuríkur aukalitur í mismunandi mynstur eða grafíska viðbót, eins og í hreyfigrafík, bakgrunnsmyndir á skjá, viðbót við kynningarefni o.s.frv.
Myndmerkið er bæði í laginu eins og bókstafurinn F og höfuð á fisk. Ef vel er að gáð má einnig greina tvær vígtennur í myndmerkinu lítinn krók í G-inu.


Leitast var við að finna nafn sem væri stutt, einfalt og hefði einhvers konar tengingu við Ísland. Að lokum varð nafnið Fang að endanum fyrir valinu. Fang er íslenskt orð sem er bæði stutt og einfalt í alþjóðlegu umhverfi. Á ensku merkir orðið “vígtennur” sem á vel við helstu notendur vörunnar, hunda og ketti.




